Þjónustuleiðir

Mat á stöðu og starfsendurhæfingarmöguleikum

Um er að ræða þjónustu í 1-3 mánuði eftir markmiðum hverju sinni. Þjónustan hefur það að markmiði að meta raunhæfi þess að hefja markvissa starfsendurhæfingu.

Einstaklingsmiðuð þverfagleg starfsendurhæfingarþjónusta

Endurhæfingin er einstaklingsmiðuð en fer fram að miklu leyti í hóp. Þátttakendur eru með mismunandi stundaskrár og sækja hópa út frá mismunandi markmiðum.

Nærsamfélagið er nýtt til endurhæfingarinnar s.s. íþróttamannvirki, framhaldsskólar, námskeið Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, vinnustaðir og annað sem við á hverju sinni.

Hér er lögð áhersla á aukna þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði. Markvisst er unnið með styrkleika einstaklinga og tengingu þeirra við möguleg störf á vinnumarkaði. Leitað er leiða til að styðja við einstaklinginn aftur út í vinnu þrátt fyrir heilsubrest.

Námskeið/Fræðsla

Boðið er upp á stök námskeið s.s. Heilsu og verkjaskóla, Aftur til starfa, Fjármálanámskeið, Vatnsþjálfun og stuðning í líkamsrækt með sjúkraþjálfara.

Til baka