Starfsendurhæfing Vesturlands

Starfsendurhæfing Vesturlands var formlega stofnuð 11. desember 2014. 

Hlutverk okkar er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan vinnumarkaðar vegna veikinda, slysa eða annarra aðstæðna og þurfa stuðning við endurkomu út á vinnumarkaðinn.

Í upphafi var lagt upp með að veita þjónustuna eins og hún hafði byggst upp í Endurhæfingarhúsinu Hver og hefur þjónustan þróast út frá því en byggir þó enn á þessum sama grunni.  

Lögheimili StarfVest er á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi en aðsetur starfseminnar er á Smiðjuvöllum 28, Akranesi.

Lagt er upp með að þjónustan standi öllum Vestlendingum til boða en unnið er að því að finna leiðir til að veita sem besta þjónustu um allt Vesturland. VIRK er eini tilvísunaraðili inn í þjónustu og stýra því hverjir koma inn til þjónustu.  

Fjármögnun StarfVest er í gegnum samstarfssamning við VIRK starfsendurhæfingarsjóð.  

 

 

 

Til baka