Starfsendurhæfing Vesturlands

Starfsendurhæfing Vesturlands var formlega stofnuð 11. desember 2014. 

Hlutverk okkar er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan vinnumarkaðar vegna veikinda, slysa eða annarra aðstæðna og þurfa stuðning við endurkomu út á vinnumarkaðinn.

Í upphafi var lagt upp með að veita þjónustuna eins og hún hafði byggst upp í Endurhæfingarhúsinu Hver. 

Aðal þjónustuleiðin var nefnd Vinnubraut og skiptist hún í þrjú þrep, þ.e. undirbúning, vinnueflingu og vinnuprófun. Starfsemin hefur verið í þróun frá þessum tíma en byggir þó enn á þessum sama grunni. Á Vinnubraut er fólk að undirbúa sig undir að fara út á almennan vinnumarkað. Unnið er að því að efla vinnuhlutverkið og unnið með heilsutengda þætti sem hindrar fólk í að vera á vinnumarkaði s.s. eflingu sjálfstrausts, þjálfun samskipta og aukið úthald.

Lögheimili StarfVest er á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi en aðsetur starfseminnar er á Suðurgötu 57, Akranesi.

Lagt er upp með að þjónustan standi öllum Vestlendingum til boða en unnið er að því að finna leiðir til að veita sem besta þjónustu um allt Vesturland. 

Fjármögnun StarfVest er í gegnum samstarfssamning við VIRK starfsendurhæfingarsjóð og hafa allar tekjur sjálfseignarstofnunarinnar hingað til komið í gegnum þann samning. Gildandi samningur milli StarfVest og VIRK er til ársloka 2016. Samið hefur verið í stuttan tíma í einu sem veldur nokkurri óvissu en í því felast einnig tækifæri til að endurskoða og aðlaga þjónustuna. 

 

Til baka